Pelavél - Primavera
Primavera mjólkurvélin frá Neno er hönnuð til þess að spara þér dýrmætan tíma og einfalda daglega rútínu með því að útbúa hina fullkomnu mjólkurblöndu í pelann á aðeins örfáum sekúndum.
Snertiskjárinn er einstaklega auðveldur og ásamt honum og háþróuðum skynjurum tryggir vélin öryggi og þægindi á hverjum degi.
Aðeins þarf að undirbúa mjólkurvélina 1x á dag: setja formúluduft í topp hólfið, kalt soðið vatn í viðeigandi hólf og svo mun vélin sjá um að hitastigið sé rétt.
Með þessu tekur einungis nokkrar sekúndur að búa til pelann – komið pelanum fyrir, velja rétta hæð fyrir bakkann undir pelanum – velja program og vélin sér um rest!
Eiginleikar:
Hröð upphitun – Hitar vatn í 70 gráður á örfáum sekúndum.
Snertiskjár – Þægilegur og nútímalegur snertiskjár sem er einfaldur í notkun.
Snjall- og öryggisskyjnarar – Háþróaðir skynjarar tryggja rétta hitastýringu og örugga notkun. Snjallskyjnararnir láta þig vita ef gleymist að setja pela undir trekt,vantar formúlu eða vatn, eða jafnvel að trektin sé ekki sett rétt í. Vélin mun birta skilaboð þess efnis sem gefur þér fulla stjórn.
LED lýsing - Gerir næturgjafirnar enn auðveldari. Engin eldamennska eða mælingar, aðeins einn takki ! Mjólkin er tilbúin á augabragði.
Sjálfvirk blöndunartækni - Með því að fylgja leiðbeiningum, getur þú valið viðeigandi blöndunar prógram sem hentar þeirri formúlu sem þú ert að nota. Það mun gera það að verkum að vélin mun sjálfkrafa velja og blanda saman réttu magni af vatni og formúludufti. Einnig man vélin hvaða program var notað síðast svo ekki þarf að stilla vélina í hvert sinn.
Það tekur vélina 15-30 sekúndur að hita vatn upp í 37 gráður.
Þökk sé 3 hæða stillingunni á bakkanum undir pelann getur þú staðsett hann nálægt trektinni. Með því að staðsetja pelann sem næst henni minnkar myndun á loftbólum til muna.
Neno Primavera mjólkurvélin viðheldur völdu hitastigi svo lengi sem hún er í sambandi, sem styttir blöndunartímann enn frekar.
Hægt er að nota flesta pela og formúlur í vélina.
Ekki er mælt með því að setja hluti úr vélinni í uppþvottavél.
*Eins og með allar vörur sem eru ætlaðar börnum er mælt með því að prófa hitastig pelans ávallt sjálfur áður en hann er gefinn barninu.