BeSafe
BeSafe er merkilegt vörumerki fyrir margar sakir. Fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði að framleiða hágæða bílstóla árið 1963. Fyrir þann tíma hafði það framleitt reiðhnakka frá árinu 1919 og innréttingar í bíla síðan 1959. Alveg frá byrjun hefur fyrirtækið verið brautryðjandi í þróun nýrra tækni sem breytist með tímanum líkt og þarfir viðskiptavina.
Í dag er BeSafe enn í eigu sömu fjölskyldu og hóf rekstur þess árið 1919, Torgersen fjölskyldan. Markmið hennar er ekki að vera stærsti framleiðandi barnabílstóla í heiminum, en frá skrifstofu sinni í norsku sveitinni byggir það stolt sitt og metnað á því að þróa og skapa öruggasta og þægilegasta bílstólakostinn fyrir börn á öllum aldri.
BeSafe best þekkt fyrir að vera mikill brautryðjandi í framleiðslu, hönnun bakvísandi bílstóla og vitundarvakningu um mikilvægi þeirra. Árið 1989 setti fyrirtækið fyrsta bakvísandi bílstólinn á markað og kynnti heiminum fyrir hversu mikilvægt sé að vera í bakvísandi stól eins lengi og kostur er enda eru bakvísandi stólar allt að fimm sinnum öruggari en framvísandi. BeSafe eru stoltir af því að bjóða uppá bílstóla í hæðsta gæðaflokki og halda áfram að setja öryggi barna í fremsta flokk.