Um okkur

Bíumbíum er fjölskyldurekin barnafataverslun sem stofnuð var af mæðgunum Drífu og Dóru Sif árið 2014. Dóra Sif og Bjarni Þór maður hennar voru þá búsett í Danmörku ásamt ungri dóttur og kynntust þar frábærum barnafatamerkjum sem þau vildu ólm kynna fyrir Íslendingum. Úr varð lítil krúttleg verslun, bíumbíum sem hefur vaxið og dafnað.

Við seljum vandaðan (að mestu skandinavískan) barnafatnað og fylgihluti þar sem lögð er áhersla á hágæða efni og góða endingu. 

 

Verslun okkar er staðsett í Síðumúla 21 og þar tökum við vel á móti ykkur!