Sessa með baki - iZi Flex FIX i-Size - kemur i lok janúar
Nú bjóðum við upp á 10% tryggingarafslátt fyrir öll innlend tryggingarfélög. Hafðu samband eða kíktu til okkar til að nýta afsláttinn.
BeSafe er þekkt fyrir að vera brautryðjandi í framleiðslu og hönnun bakvísandi bílstóla ásamt vitundarvakningu um mikilvægi þeirra. Árið 1989 setti fyrirtækið fyrsta bakvísandi bílstólinn á markað og fræddu almenning um mikilvægi þess að börn ættu að vera í bakvísandi bílstól eins lengi og unnt er. Í dag er það vitað að bakvísandi stólar eru fimm sinnum öruggari en framvísandi.
Vandaður stóll frá BeSafe fyrir börn á aldrinum 4 til 12 ára. Einstök hönnun sem tryggir hæsta öryggi og þægindi fyrir börnin. Stóllinn er vandaður úr efni sem andar vel og auðvelt er að strjúka af.
Bílstóllinn festist með ISOfix sem auðvelt er að festa í bílinn. Auka hliðarárekstrarvörn fylgir sem hægt er að festa á þá hlið stólsins sem snýr að hurð.
Stóllinn kemur í 7 mismunandi litum(einnig mismunandi efni)
Til að velja lit setur þú komment(notes) með litnum sem þú vilt.
Ath. sendingargjald er hærra af bílstólum og verður sendingargjald endurreiknað miðað við heimilisfang kaupanda og mismundur greiddur af kaupanda
Hæð: | 100 - 150 cm |
Hámarks þyngd: | 36 kg |
Aldur: | U.þ.þ. 4 - 12 ára* |
Ísetning: |
3.-punkta sætisbelti eða ISOfix ásamt 3.-punkta sætisbelti
|
Akstursstefna: | Framvísandi |
Vottun: | UN R129 |
1 SIP hliðarvörn sem má fjarlægja |
Minnkaðu breiddina niður í 44 cm til að koma allt að þremur bílstólum í röð í bílinn.
|
2 Tvær hallastöður |
Hægt er að breyta hallanum á sætinu með einu handtaki.
|
3 Mjaðmabeltis klemma & PAD+ |
Mjaðmabeltis klemman tryggir bestu stöðu yfir mjöðmum barnsins. PAD+ er viðbótarvörn fyrir höku og brjóst sem mýkir brún bílbeltisins.
|
4 Alhliða höfuðpúði |
Sérhannaður höfuðpúði tryggir rétta snertingu við bílsætið, sama hvernig höfuðpúði bílsins er.
|